Vasaljós

STREAMLIGHT

Ísmar hefur tekið að sér umboð fyrir hin þekktu Streamlight vasa og leitarljós, beint frá framleiðanda.fire

Streamlight framleiðir einkum vasaljós fyrir löggæslu, slökkvilið, öryggisfyrirtæki, björgunarsveitir eða aðra atvinnustarfsemi, þar sem gæði og áreiðanleiki skiptir mestu máli. Á þessum sviðum er Streamlight með mjög sterka stöðu á heimsvísu og er trúlega með lang mestu markaðshlutdeild á þessum mörkuðum.

Þá framleiðir Streamlight vasaljós sem henta vel fyrir veiðimenn, sjómenn, bændur, útivistarfólk og aðra sem vinna við erfiðar aðstæður.

Streamlight ljósin fást með hleðslurafhlöðum og hleðslutækjum t.d. til að festa í bíla eða annars staðar og einnig fyrir einnota rafhlöður.

Díóðuljósin frá Streamlight hafa rutt sér mjög til rúms síðan þau komu á markaðinn, enda bylting í rafhlöðuendingu. Boðið er uppá ljós með díóðum eða án, fyrir flestar gerðirnar.

Vinsamlega hafðu samband við sölumenn okkar varðandi nánari upplýsingar eða líttu við.

BÆKLINGUR FRÁ STREAMLIGHT

StreamLight BæklingurÚtlit síðu: