Hústækni

Hústæknisvið Ísmar

Hita- og loftræstilausnir fyrir öll rými

Hústæknisvið Ísmar var formlega stofnað í október 2013.

Segja má að starfsemi hústæknisviðs byggi á yfir 50 ára reynslu sem leiðandi fyrirtæki í ráðgjöf og sölu á loftræsti- og stýribúnaði. Hústæknisvið hefur á að skipa fjölmorgum viðurkenndum vörumerkjum eins og S+S Regeltechnik, Honeywell, Fläkt Woods, Ruck og Hubacontrol.

Í dag er ekki síður mikilvægt að að geta kælt rými eins og að hita það. Þessu veldur m.a. sífellt flóknari tölvubúnaður, stærri gluggar og þéttari byggingar. Rétt hitastig og loftgæði eru stór áhrifavaldur í almennri líðan fólks og afköstum þess á vinnustöðum.

Loftræstibúnaður sem við bjóðum er einkum frá FläktWoods og Honeywell sem eru meðal stærstu framleiðanda slíks búnaðar í heiminum.

Einnig bjóðum við hágæðabúnað frá öðrum aðilum til að geta uppfyllt þarfir sem flestra og boðið heildarlausnir og hagstætt verð.

Ef þig vantar frekari upplýsingar um vöruúrval okkar eða ráðgjöf um val og hönnun á loftræstilausnum þá geturðu smellt hér og sent okkur tölvupóst. Einnig er hægt að hringja beint í okkur í síma 510 5100.
Útlit síðu: