Ísmar VRS

GPS leiðréttingarstöðvar

Ísmar sem hefur um árabil verið leiðandi í sölu og þjónustu á búnaði til landmælinga og vélstýringa á Íslandi.

Við hjá Ísmar höfum sett upp leiðréttingarkerfi á Íslandi sem er kallað VRS kerfi (Virtual Reference System). Í Byrjun var kerfið byggt upp á 4 stöðvum á Suðvesturhorni landsins en ísmar hefur reglulega verið að bæta við stökum innhringistöðvum víða um land

GPS faststöðvar  staðsettar  í Borgarnesi, Reykjavík, Keflavík og Selfossi, eru stöðvar í VRS Kerfinu, einnig er Ísmar með innhringistöðvar á Ísafirði, Sauðarkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Höfn.  GPS stöðvar þessar senda upplýsingar (um t.d. staðsetningu og tungla stöðu) inn í miðlægan tölvubúnað hjá Ísmar sem reiknar út og heldur utan um hnit og útreikning á grunnlínum. VRS reiknar út skekkjur í sendingum gervihnatta á öllu svæðinu sem GPS stöðvar umlykja með mjög mikilli nákvæmni. VRS kerfi vinnur á GPS tunglum og GNSS tunglum.

 

VRS kerfi Ísmar Kort

 

Allar stöðvarnar eru í símælingu „post processing“ sem leiðir af sér afar nákvæma staðsetningu á loftnetum, og lætur kerfið vita ef ein stöð dettur út eða skekkist (t.d. ef loftnet er tekið niður eða fært). Til að ná leiðréttingu út úr VRS kerfi þarf að hringja inn með GPRS tengingu fyrir RTK mælingu eða nálgast gögn á vefnum fyrir eftir-á-vinnslu (post processing).

        Sækja gögn til eftirávinnslu

 

Notkun VRS:

Mælingamenn þurfa ekki lengur að stilla upp Base til að vinna út frá, heldur hringja inn í VRS kerfi í gegnum GPRS gátt. Við það sparast mikill tíma við uppsetningu á Base og ferðatíma að og frá Base til vinnusvæðis. Við upp hringingu verður til VRS („sýndar“ Base) stöð útreiknuð og netútjöfnuð út frá fastastöðvum sem umlíkja staðsetningu sem hringt er frá. Út frá þeirri staðsetningu verður síðan öll mælingin unnin, Mælingarmenn geta því verið öruggir að þeir séu að mæla með mestu nákvæmni sem völ er á.

Hægt er að mæla með fullri nákvæmni 1-2 cm  allt að 25km út fyrir grunnlínu VRS kerfis.eða frá innhringistöð.

Og innan við 30cm nákvæmni allt að 80km frá stöð (eftir mælitækjum).

Kostir VRS kerfis:

  • Allstaðar sama nákvæmni innan kerfis
  • Fjárhagslegur ávinningur við öryggi mælinga
  • VRS kerfið vaktar sig sjálft á skekkjum innan kerfis
  • VRS kerfi safnar RINEX upplýsingum til eftir-á-vinnslu (GPS og GNSS)
  • VRS kerfi vinnur líka með GIS - DGPS tækjum til kortagerðar
  • VRS kerfi er tilvalið til eftirlits mannvirkja t.d. stíflna eða brúa

 

Hagræðing mælingamanna er þó töluverð af slíku kerfi og hafa erlendar rannsóknir gefið út töflur sem sýna hraða og nákvæmnismun miðað við venjulega RTK mælingu. t.d. í Danmörku sem öll er dekkuð með Trimble VRS kerfi þykir það orðið jafn sjálfsagt að það sé hægt að hringja inn og fá leiðréttingu og það var fyrir nokkrum árum að GSM dekkaði allt landið.

Tímamunur við mælingu hefur verið mældur og sýna sumar rannsóknir mikin tíma sparnað við að tengjast VRS í stað þess að notast við eigin Base (fer eftir stærð verksvæðis).

 

Segja má að það sé í nokkuð mikið í lagt að setja upp slíkt kerfi á okkar litla markaði en við lítum svo á að með tilkomu þess, muni enn fleiri hafa tækifæri til að nýta sér GPS tæknina til mælinga vegna minni fjárfestinga. Vildum við fylgja eftir þjónustu við landmælingatæki okkar sem eru orðin fjölmörg í notkun, með því að bæta við þessari þjónustu og vitum að mikill áhugi er á henni meðal mælingamanna og fyrirtækja í þessum geira.

VRS kerfið þjónustar allt suðvesturhornið auk suður og vesturlands að hluta, allt upp í Borgarfjörð og austur fyrir Selfoss.

Auk VRS kerfisins, þá höfum við innhringistöðvar á Akureyri , Ísafirði, Sauðarkróki, Húsavík, Egilsstöðum og Höfn.

Við hjá Ísmar erum ávalt að skoða enn frekari stækkun á VRS kerfinu og eru fleiri stöðvar í farvatninu á þessu ári.

Ábendingar um góðar staðsetningar eru alltaf vel þegnar.

Útlit síðu: