Fréttir

Byggingadagur Ísmar

7.6.2015

Ísmar bauð til byggingadags 27. apríl síðastliðinn og hafði opið hús allan daginn. Í hádeginu var boðið upp á grillaða hamborgara og síðdegis léttar veitingar. Allan daginn fóru fram kynningar á nýjungum sem fyrirtækið býður upp á og varða hvers konar húsbyggingar. Sérfræðingar frá Trimble aðstoðuðu starfsfólk Ísmar við kynningarnar. Þá kynntu sérfræðingar Ísmar í loftræsikerfum það nýjasta á því sviði t.d. frá Flakt Woods og Honeywell. Við þetta tækifæri var fyrsta Trimble útsetningastöðin af svokallaðri RPS gerð sem seld er hérlendis afhent Jáverki. Þessi stöð býður m.a. upp á að setja út punkta beint út frá rafrænni teikningu og getur auðveldað mjög alla mælingavinnu á byggingarstað.

Þá var sýnt úrval Spectra laser mælitækja frá Trimble, talstöðvar frá Motorola og margt fleira sem Ísmar hefur að bjóða til framkvæmdaaðila.

Dagurinn var vel sóttur af viðskiptavinum og öðrum áhugasömum sem þáðu veitingar og fengu kynningar á búnaði.

Samhliða ofangreindum kynningum fór fram kynning á Tekla sem er mjög fullkominn hönnunarhugbúnaður til að hanna vegi, brýr og önnur mannvirki.

Þessa kynningu önnuðust sérfræðingar frá Tekla í Finnlandi. Tekla er í eigu Trimble. Daginn eftir byggingadaginn voru síðan kynningar á hugbúnaðinum fyrir tæknimenn og hönnuði Vegagerðarinnar og hönnuði frá nokkrum verkfæðistofum.

        

      

   
Útlit síðu: